Langar þig að vinna hjá okkur?

Sambandið á milli starfsfólks og viðskiptavina er okkur hjartans mál

Starfsfólkið er okkar mikilvægasta auðlind. Það gegnir hlutverki sendiherra ZO•ON.
Við viljum ævintýragjarnt fólk með okkur í för – fólk sem hefur reynslu af því að stökkva út í djúpu laugina. Við bjóðum viðskiptavinum okkar faglega þjónustu á jafningjagrundvelli – því það geta allir lent í ævintýrum. Starfsfólk okkar er sjálfsöruggt og víðsýnt og þess vegna segjum við alltaf: „Notaðu skynsemina ef þú veist ekki hvað á að gera“
Við spyrjum ekki starfsfólk okkar hvar það hefur verið; við spyrjum frekar: „Hvert er þitt draumaævintýri?“ Ef þú ert fær um að láta þig dreyma, segir það okkur að þú þorir að leita lengra.
Við spyrjum viðskiptavini okkar: „Hvað vantar þig fyrir næsta ævintýri?“

GILDI ZOON

Sérstaða okkar felst í þremur gildum sem skilgreina ZO•ON, með áherslu á slagorðið Get Out There – Whatever the Weather. Við erum borgar-útivistarmerki fyrir ævintýragjarna. Notagildi klæðnaðarins okkar er það gerir hann eftirsóknarverðan. Sveigjanleiki er ómissandi þegar íslensk náttúra er annars vegar. Við þráum ævintýri; hvort heldur í hjarta borgarinnar eða í víðáttu náttúrunnar.

Notadrjúg og flott

Þumalputtareglan í góðri hönnun er notagildi – fegurðin felst í smáatriðunum. Hver saumur, brot og útlína skiptir höfuðmáli. Litavalið er innblásið af íslenskri náttúru. Fötin okkar laga sig að aðstæðum; þau taka sig vel út í borginni og vernda þig gegn íslensku veðurfari.

Ævintýri

Við eltumst við innblástur og ævintýri; óvæntan fund í borginni eða ferðalag um ókannaðar slóðir. Á hverjum degi höggvum við okkur leið í gegnum borgarfrumskóginn eða förum enn lengra út í náttúruna. Við höfum metnað til að ná langt, erum forvitin og alltaf tilbúin að grípa tækifærin sem gefast.

Íslenskt

Á Íslandi búum við í nánu samneyti við náttúruna, aldrei langt frá tilkomumiklu fjalli, svölu Atlantshafinu eða fjörmiklu, mosagrónu langslaginu. Falleg og notadrjúg föt ZO•ON eru afsprengi þessarar nálægðar við náttúruna og nauðsyn þess að geta tekist á við hvað sem er á landi andstæðna.

Starf fyrir ævintýragjarna

Leitin að ævintýrum og áskorunum er jafn stór hluti af lífi okkar á atvinnumarkaðnum og utan skrifstofunnar. ZO•ON er staður fyrir fyrir framúrskarandi fólk með ævintýraþrá sem er tilbúið að stíga út fyrir kassann saman. Hjá okkur getur þú sett saman þína eigin ævintýraferð á eftirfarandi sviðum:

  • Hönnun
  • Birgjar & framleiðsla
  • Markaðssetning
  • Almenn sala
  • Verslunarstörf
  • Verslun á netinu
  • Fjármál

Laus störf

Það eru engin laus störf hjá ZO•ON sem stendur. En sendu okkur endilega ferilskrána þína á: umsokn@zo-on.com

Gættu þess að fullt nafn og ástæða umsóknar komi fram. Umsóknin þín mun vera inni í kerfinu hjá okkur í 6 mánuði, eftir það er nauðsynlegt að senda okkur aðra ef þú hefur enn áhuga.