Skipta & skila

Vöruskipti

Viltu skipta um stærð eða lit á vörunni þinni? Hringdu einfaldlega í 557-1050 innan 14 daga eftir að þú færð vöruna og við aðstoðum þig við að skipta henni. Viltu fá einhverja allt aðra vöru? Þú getur skilað upphaflegu vörunni til okkar og pantað aftur.

SKILARÉTTUR

Við skiljum að heimurinn er ekki fullkominn og stundum er pöntunin þín ekki það sem þú bjóst við. Eða skiptir þú kannski bara um skoðun? Hvort heldur sem er, bjóðum við upp á ókeypis skil. Þú getur skilað vörunni eða látið okkur vita að þú viljir skila henni innan 14 daga eftir að þú færð sendinguna. Fylgdu einfaldlega leiðbeiningunum hér að neðan og við sjáum um restina.
Pakkaðu inn öllum vörunum sem þú vilt skila – helst í pakkningarnar sem þær komu í.
Fylltu út skila-eyðublaðið og pakkaðu því inn með vörunum. Þetta gerir okkur kleift að endurgreiða þér fyrr.
Festu endursendingarmiðann utan á pakkann þinn. Á miðanum stendur einnig endursendingarheimilisfangið og sendingarnúmerið.
Um leið og við höfum móttekið vöruna, endurgreiðum við þér (að undanskildum upprunalega sendingarkostnaðinum) og sendum þér tilkynningu í tölvupósti. Ef þú hefur spurningar varðandi skilin, þá getur þú haft samband við þjónustuverið okkar.

Endursending berist til:
ZO•ON Iceland
Nýbýlavegur 6
200 Kópavogur
Ísland

Endurgreiðsla

Markmið okkar er að geta endurgreitt þér eins fljótt og auðið er. Við endurgreiðum venjulega innan 3 daga frá því að við fáum pakkann þinn í hendurnar eða staðfestingu á póstlagningu. Við sendum við þér tölvupóst til að láta þig vita að endurgreiðslan sé á leiðinni. Eftir að þú hefur fengið tölvupóstinn, gefðu greiðslunni vinsamlegast 5-10 virka daga til að birtast á reikningnum þínum.  Þessi tími fer eftir bankanum eða kortaútgefandanum þínum og er því miður utan okkar lögsögu. Venjulega færðu endurgreitt á sama hátt og þú greiddir upprunalega fyrir vöruna. Ef það er ekki mögulegt, munum við strax hafa samband við þig til að finna aðra endurgreiðsluleið.