Algengar spurningar

Vörumerkið

Af hverju heitir vörumerkið ZO∙ON Iceland?

Við heitum ekki ZO∙ON að ástæðulausu. Þetta er ekki bara nafn, heldur orðatiltæki.
ZO∙ON [so on] eða „tilbúin í allt“.

Merking

  • Ævintýri sem tekur aldrei enda
  • Að halda ótrauð áfram, kanna ókunnar slóðir og prófa nýja hluti
Hvert er hlutverk ZO∙ON ?

ZO∙ON er borgar-útivistarmerki fyrir ævintýragjarna. Við hönnum föt sem hvetja fólk til að drífa sig út og ferðast óhindrað milli borgarinnar og náttúrunnar – hvernig sem viðrar.

PANTANIR

Til hvaða landa sendið þið?

Við sendum til eftirfarandi landa:
Austurríki
Bandaríkin
Belgía
Bretland (að undanskildum Mön, Jersey og Guernsey)
Danmörk (að undanskildum Færeyjum og Grænlandi)
Finnland (að undanskildum Álandseyjum)
Frakkland (að undanskildum Wallis- og Fútúnaeyjum, Gvadalúpeyjum, Franska Gvæjana, Martiník, Réunion, Mayotte, Mónakó, Saint Pierre, og Nýju-Kaledóníu)
Holland
Írland
Ítalía (að undanskildum Campione d’Italia, Livigno, San Marínó og Vatíkaninu)
Kanada
Noregur
Spánn (að undanskildum Kanaríeyjum, Ceuta og Melilla)
Sviss
Svíþjóð
Þýskaland (að undanskildum Helgoland-eyju og Büsingen-svæðinu)

Hver er sendingarkostnaðurinn?

Smellið hér til þess að sjá verðskránna.

Get ég sent pöntunina mína annað?

Já, pantanir geta verið sendar á annað heimilisfang en það sem skráð er fyrir greiðslu. Þegar þú hefur sent inn heimilisfang greiðanda á greiðslusíðunni, þá getur þú sett inn annað heimilisfang fyrir sendinguna.

Hversu lengi er pakkinn á leiðinni?

Pöntunin þín verður póstlögð á virkum degi. Ef þú pantar á íslenskum frídegi verður unnið úr henni á næsta virka degi.

Það getur tekið pöntunina allt að 3 dögum að berast heim til þín.

Hvernig er pöntunin mín send?

Ef þú býrð á Íslandi verða vörurnar sendar með Póstinum á pósthús nálægt heimilisfanginu þínu. Þú færð upplýsingar um hvert þú getur sótt pakkann í tölvupósti eða textaskilaboðum. Pósthúsið heldur pakkanum í 10 daga áður en hann verður endursendur til okkar.

Pöntunin þín verður send með DHL ef þú býrð utan Íslands. Haft verður samband við þig með tölvupósti og/ eða textaskilaboðum með upplýsingum um hvernig þú getur óskað eftir afhendingartíma. Ef þú ert ekki heima þegar pakkinn kemur, mun DHL senda þér upplýsingar um næstu skref.

Pöntunin þín verður afgreidd á virkum degi. Athugið að við getum ekki sent í póstbox.

Þú þarft að skrifa undir til staðfestingar þegar þú tekur við honum, nema annar möguleiki sé í boði hjá sendingarþjónustunni.

Ef sendingin þín berst á pakkastöð, mun hún halda pakkanum í 10 daga áður en hann verður endursendur til okkar.

Hvernig hef ég samband við þjónustuverið?

Kíktu bara á hafa samband og þar finnur þú upplýsingar um þjónustuverið. Þú getur annað hvort hringt eða sent okkur tölvupóst.

Ég var að leggja inn pöntun. Get ég breytt eða hætt við?

Þegar pöntun hefur verið lögð inn, er unnið úr henni strax svo þú fáir pakkann eins fljótt og auðið er. Þess vegna er oft ekki mögulegt að hætta við pöntun. Heyrðu samt í okkur og við skulum athuga hvað við getum gert! Þú getur fundið símanúmer hér.

Hvernig skila ég vöru(m)?

Við höfum gert það eins auðvelt og mögulegt er að skila vörum. Kíktu bara á skilareglurnar til að finna leiðbeiningar um hvernig þú skilar vörunum.

Get ég skipt vöru(m)?

Við bjóðum upp vöruskipti. Hafðu einfaldlega samband við þjónustuverið og við leysum málið.

Hversu löngu eftir móttöku get ég skilað?

Þú getur skilað vörum innan 14 daga eftir að þú tekur við þeim.

Hversu lengi tekur það endurgreiðsluna að berast við skil?

Markmið okkar er að geta endurgreitt þér eins fljótt og auðið er. Við endurgreiðum venjulega innan 3 daga frá því að við fáum pakkann þinn í hendurnar eða staðfestingu á póstlagningu. Við sendum við þér tölvupóst til að láta þig vita að endurgreiðslan sé á leiðinni. Eftir að þú hefur fengið tölvupóstinn, gefðu greiðslunni vinsamlegast 5-10 virka daga til að birtast á reikningnum þínum.  Þessi tími fer eftir bankanum eða kortaútgefandanum þínum og er því miður utan okkar lögsögu. Venjulega færðu endurgreitt á sama hátt og þú greiddir upprunalega fyrir vöruna. Ef það er ekki mögulegt, munum við strax hafa samband við þig til að finna aðra endurgreiðsluleið.

Ef þú hefur ekki fengið endurgreitt innan tiltekins tíma, hafðu einfaldlega samband við þjónustuverið.

 

Fenguð þið vöruna frá mér?

Við sendum þér tölvupóst um leið og við höfum staðfest skilin, með upplýsingum um að endurgreiðslan sé á leiðinni. Ef þú færð ekki þennan tölvupóst innan viku eftir að þú skilar vöru, hringdu endilega í okkur.

Það vantar vöru í pöntunina mína. Hvað geri ég?

Við leggjum okkur fram við að þú fáir alltaf nákvæmlega það sem þú pantaðir. Ef eitthvað vantar í sendinguna, biðjumst við innilegrar afsökunar. Þetta þýðir að eitthvað hefur farið úrskeiðis þegar við pökkuðum sendingunni þinni inn.

Til að leysa málið, getur þú haft samband við okkur og við sjáum til þess að þú fáir vöruna eða endurgreiðum þér.

Er öruggt að panta á netinu?

Til þess að vernda upplýsingarnar þínar, notar peakperformance.com eitt af öruggustu pöntunarkerfunum á markaðnum. Við uppfærum og endurskoðum kerfið okkar stöðugt til þess að geta ávallt boðið upp á mesta mögulega öryggi.
Við notum „Security Socket Layer“ (SSL), eitt öruggasta fáanlega kerfið til þess að panta á netinu. Það kóðar allar viðkvæmar persónuupplýsingar, á borð við nafn, heimilisfang og kreditkortaupplýsingar. Upplýsingarnar þínar eru kóðaðar um leið og þú slærð þær inn og verða ekki vistaðar á opnum tölvuþjóni. Það þýðir að þau gögn sem flytjast á milli þín og vefsíðunnar okkar geta ekki verið lesin, fái einhver utanaðkomandi þær í hendurnar. SSL-tæknin staðfestir við vafrann þinn að upplýsingarnar þínar verði sendar á réttan og öruggan vefþjón. Öll gögn eru kóðuð svo að einungis trausti tölvuþjónninn geti lesið þær. Kerfið gætir þess einnig að gögnunum hafi ekki verið breytt á leiðinni.

GREIÐSLA

HVAÐA GREIÐSLULEIÐIR ERU Í BOÐI?

Við tökum við Visa, MasterCard, American Express, debetkortum með Visa eða MasterCard merki og PayPal-greiðslum (Við tökum eingöngu við PayPal-greiðslum á pöntunum erlendis frá).

GET ÉG NOTAÐ DEBETKORT?

Já, við tökum við debetkortum með Visa eða MasterCard merki.

GET ÉG FENGIÐ MISMUNIN GREIDDAN EF VÖRUR LÆKKA Í VERÐI?

Hægt er að fá mismunin endurgreiddan á vöru af vefsíðunni eða úr verslunum okkar innan 2 vikna frá því að varan var keypt. Skilyrði er þó að varan á lækkaða verðinu sé í sömu stærð og sama lit. Frekari upplýsingar fást í þjónustuverinu okkar.

HVERS VEGNA ER VERÐMUNUR Á PÖNTUNUM INNAN OG UTAN ÍSLANDS?

Pantanir utan Íslands innihalda ekki virðisaukaskatt. Viðskiptavinir greiða sjálfir virðisaukaskatt viðkomandi lands.

VÖRUR

Hvernig finn ég stærðina mína?

Mældu þig og kíktu á leiðbeiningarnar okkar til að finna rétta stærð. Ef þú ert enn óviss um stærðina þína, getur þú haft samband við þjónustuverið og við aðstoðum með glöðu geði!

Hvernig má þvo vöru(rnar)?

Þú getur fundið þvottaleiðbeiningar á miðanum inni í fötunum. Ef þú ert enn óviss um hvernig þú ættir að bera þig að, getur þú haft samband við þjónustuverið og við aðstoðum með glöðu geði!

Varan mín er gölluð, hvernig fæ ég það bætt?

Þegar við sendum vörurnar þínar gerum við okkar besta til að gæta þess að þær séu í hæsta gæðaflokki og í fullkomnu ásigkomulagi. Ef þú færð gallaða vöru eða hún er ekki eins og lýsingin var, skilaðu einfaldlega gölluðu vörunni og við endurgreiðum þér bæði hana og allan sendingarkostnað um leið og við getum unnið í beiðninni. Þú getur einnig fengið að halda vörunni og beðið um afslátt. Athugið að vörur sem hljóta skemmdir við notkun teljast ekki vera gallaðar.

Vinsamlegast láttu okkur vita um leið og þú finnur gallann. Það er gengið út frá því að látið sé vita af gallanum innan tveggja mánaða eftir að hann kemur í ljós, en í ákveðnum tilfellum leyfist lengri tími samkvæmt viðeigandi reglum. Hafðu bara samband við okkur og við fáum sendingarþjónustu koma til að sækja vöruna. Ef þú vilt panta aftur, aðstoðum við þig með glöðu geði!

Annað

Er verslun með ykkur vörur nálægt mér?

Það gæti hugsast! Kíktu endilega á verslunarleitina okkar og gáðu hvort við séum nálægt þinni staðsetningu.

Hvernig nota ég tilboðskóðann minn?

Stundum bjóðum við upp á tilboðskóða. Þetta eru ákveðnir kóðar eða orð á borð við „AFSLATTUR“ sem geta veitt afslátt af ákveðinni flík, heilli pöntun eða boðið þér fría heimsendingu.
Til að nota tilboðskóðann þinn, gættu þess að slá hann inn í réttan reit við kaupin og ýta á „Apply“ til að virkja hann í pöntuninni þinni. Vinsamlegast athugaðu hvort afslátturinn hefur verið dregin af verðinu á þessum tímapunkti, þar sem við getum ekki virkjað hann á þessari pöntun eða bætt þér það upp síðar (þú gætir þó notað hann á næstu pöntun).
Ef þú átt í vandræðum með tilboðskóðann, hafðu einfaldlega samband við þjónustuverið.

Hvernig fæ ég upplýsingar um nýjar vörur og tilboð?

Þú getur fengið áskrift að fréttabréfinu okkar til að fá allar nýjustu fréttirnar og tilboðin. Það er mjög einfalt, sláðu bara inn tölvupóstfangið þitt neðst á aðalsíðunni og þú ert skráð/ur!

Mig langar að vinna hjá ZO∙ON. Hvert sný ég mér?

Langar þig að vita meira um vörumerkið, laus störf og hvernig það er að vinna hjá ZO∙ON? Sjá nánar hér