Ylja hettupeysan er algjörlega nauðsynleg í fataskápinn, enda hönnuð til að bjóða íslenskri veðráttu birginn. Peysan er úr Superstretz-efni sem fellur þétt að líkamanum. Hár kraginn og áföst hettan skýla þér vel fyrir náttúruöflunum. Hún er fáanleg í svörtu og gráu sem henta jafn vel innan borgarinnar og úti í náttúrunni.