Sendingar

Ef þú býrð á Íslandi er enginn sendingakostnaður. Fyrir upplýsingar um pantanir utan Íslands má sjá lista hér að neðan.

ZO∙ON nýtir sér bestu sendingarþjónustu sem völ er á til að vera viss um að pöntunin skili sér til þín á réttum tíma. Markmið okkar er að afhenda pöntunina þína innan þess tíma sem kemur fram hér fyrir neðan.


Afhendingartími á höfuðborgarsvæðinu                   Sama dag ef pantað er fyrir kl. 12
Afhendingartími á landsbyggðinni                            1-3 daga með Póstinum      
Sendingakostnaður                                                    Ókeypis
Sendingarþjónusta                                                     TVG Express eða Pósturinn

Önnur lönd (sjá lista af löndum sem við sendum til fyrir neðan)
Afhendingartími                                                        3 virkir dagar ef pantað er fyrir kl. 14:00
Sendingakostnaður                                                    Frítt fyrir pantanir yfir €90. Annars €20.
Sendingarþjónusta                                                     DHL


Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu verða vörurnar þínar sendar með TVG Express. Þú getur valið um að fá vöruna keyrða heim til þín eða afhenta á völdum N1 stöðvum. Tilkynning um áætlaðan komutíma sendingar er send með SMS-i.

Ef þú býrð á landsbyggðinni sendum við með Póstinum. Pöntunin er send á afgreiðslustað næst þér og komutilkynning er send með SMS-i

Ef þú býrð utan Íslands verður pöntunin þín send með DHL. Haft verður samband við þig með tölvupósti og/eða textaskilaboðum með upplýsingum um hvernig þú getur óskað eftir afhendingartíma. Ef þú ert ekki heima þegar pakkinn kemur, mun DHL senda þér upplýsingar um næstu skref.

LÖND SEM VIÐ SENDUM TIL

Við sendum til eftirfarandi landa:

Austurríki
Bandaríkin
Belgía
Bretland (að undanskildum Mön, Jersey og Guernsey)
Danmörk (að undanskildum Færeyjum og Grænlandi)
Finnland (að undanskildum Álandseyjum)
Eistland
Frakkland (að undanskildum Wallis- og Fútúnaeyjum, Gvadalúpeyjum, Franska Gvæjana, Martiník, Réunion, Mayotte, Mónakó, Saint Pierre, og Nýju-Kaledóníu)
Holland
Írland
Ítalía (að undanskildum Campione d’Italia, Livigno, San Marínó og Vatíkaninu)
Kanada
Lettland
Litháen
Noregur
Spánn (að undanskildum Kanaríeyjum, Ceuta og Melilla)
Sviss
Svíþjóð
Þýskaland (að undanskildum Helgoland-eyju og Büsingen-svæðinu)