GET OUT THERE

WHATEVER THE WEATHER

GET OUT THERE, WHATEVER THE WEATHER

Það er sólríkur og svalur morgunn. Bílhurðin skellur aftur, sem gefur til kynna að helgin sé gengin í garð, ævintýrin og frelsið bíður. Stofnendur ZO•ON; Jón, Martti og Halldór ganga inn gullfallegan Reykjadalinn á suðvesturhluta landsins. Þetta er staður sem þeir hafa heimsótt margsinnis áður. Jarðhituð áin liðast í gegnum fjörlegt grænt landslagið og heit gufa rís upp í átt að brún- og rauðskjöldóttum hlíðum. Frelsið er í nánd…

1994: FYRSTA ZO•ON ÆVINTÝRIÐ

Á sérstaklega rigningasömum, þungbúnum degi í sama dalnum árið 1994 ákváðu Jón Erlendsson og Martti Kellokumpu að stofna ZO•ON. Þar sem þeir voru miklir ævintýramenn, með ástríðu fyrir göngum, veiði, golfi og skíðamennsku, stukku þeir á hvert tækifæri til að komast út í íslensku náttúruna. ZO•ON var þeirra svar við öfgafullu loftslaginu sem gerði sitt besta til að draga úr þeim móðinn – blindandi sólskin, ærandi haglél, vindar inn af Atlantshafi og lárétt rigning. Það var einfaldlega enginn útivistarklæðnaður fær um að takast á við þetta allt. Þetta varð kveikjan að borgarútivistarfatnaði ZO•ON, þar sem notagildið vegur þungt og útlit hönnunarinnar á að virka í borginni. ZO•ON-ævintýrið hófst þegar Martti – skíðamaður á heimsmælikvarða – tók að sér hönnunina og Jón hóf leit að birgjum og framleiðendum.

BORGAR-ÚTIVISTARÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM

Í dag teygir ævintýrið sig um allan heim og næsta kynslóð hefur bæst í hópinn. Halldór Örn Jónsson (sonur Jóns Erlendssonar) er sjálfur mikill útivistarmaður og pakkar reglulega niður í bakpoka fyrir fjallaferðir eða vikuleg böð í heitum laugum. Hann hefur verið við stjórnvölinn hjá ZO•ON síðan 2013 og hefur yfirumsjón með flóknu hönnunarferlinu að baki hverrar ZO•ON-línu. Flíkurnar eru prófaðar í bak og fyrir í hinum ýmsum skilyrðum. Þær verða að standast lokaprófið; að sjá til þess að ZO•ON-teyminu sé hlýtt í þurrum og þægilegum búnaði þegar það hefur leit að nýjum ævintýrum.

Content 2
Content 3