30 daga skilafrestur - Sendum frítt innanlands ef pantað er fyrir kr. 10.000 eða meira

ZO∙ON Á SJÖ SEKÚNDUM

ZO•ON er borgar-útivistarmerki fyrir ævintýragjarna. Við hönnum föt sem hvetja fólk til að drífa sig út og ferðast óhindrað milli borgar og náttúru – hvernig sem viðrar.

ZO∙ON GILDIN

Sérstaða okkar felst í þremur gildum sem skilgreina ZO•ON, með áherslu á slagorðið Get Out There – Whatever the Weather. Við erum borgar-útivistarmerki fyrir ævintýragjarna. Notagildi klæðnaðarins okkar er það sem gerir hann eftirsóknarverðan. Sveigjanleiki er ómissandi þegar íslensk náttúra er annars vegar. Við þráum ævintýri; hvort heldur í hjarta borgarinnar eða í víðáttu náttúrunnar.

NOTADRJÚG OG FLOTT

Þumalputtareglan í góðri hönnun er notagildi – fegurðin felst í smáatriðunum. Hver saumur, brot og útlína skiptir höfuðmáli. Litavalið er innblásið af íslenskri náttúru. Fötin okkar laga sig að aðstæðum; þau taka sig vel út í borginni og vernda þig gegn íslensku veðurfari.

ÆVINTÝRI

Við eltumst við innblástur og ævintýri; óvæntan fund í borginni eða ferðalag um ókannaðar slóðir. Á hverjum degi höggvum við okkur leið í gegnum borgarfrumskóginn eða förum enn lengra út í náttúruna. Við höfum metnað til að ná langt, erum forvitin og alltaf tilbúin að grípa tækifærin sem gefast.

ÍSLENSKT

Á Íslandi búum við í nánu samneyti við náttúruna, aldrei langt frá tilkomumiklu fjalli, svölu Atlantshafinu eða fjörmiklu, mosagrónu landslagi. Falleg og notadrjúg föt ZO•ON eru afsprengi þessarar nálægðar við náttúruna og nauðsyn þess að geta tekist á við hvað sem er á landi andstæðna.