Sagan okkar

GET OUT THERE, WHATEVER THE WEATHER
Það er sólríkur og svalur morgunn. Bílhurðin skellur aftur, sem gefur til kynna að helgin sé gengin í garð, ævintýrin og frelsið bíða. Stofnendur ZO•ON; Jón, Martti og Halldór ganga inn gullfallegan Reykjadalinn á suðvesturhluta landsins. Þetta er staður sem þeir hafa heimsótt margsinnis áður. Jarðhituð áin liðast í gegnum fjörlegt grænt landslagið og heit gufa rís upp í átt að brún- og rauðskjöldóttum hlíðum. Frelsið er í nánd…

Þetta er Ísland – stórkostleg fegurð og hverflynd, óútreiknanleg veðráttan. Naprir vindar inn af Atlantshafi mæta hlýjum Golfstraumnum sem getur af sér öfgafullar breytingar á veðri frá degi til dags. Það er þetta veðurfar sem varð stofnendum ZO•ON innblástur við hönnun á útivistarklæðnaði sem var sérsniðinn til að þola allt, hvernig sem viðrar.

1994: FYRSTA ZO•ON ÆVINTÝRIÐ
Á sérstaklega rigningasömum, þungbúnum degi í sama dalnum árið 1994 ákváðu Jón Erlendsson og Martti Kellokumpu að stofna ZO•ON. Þar sem þeir voru miklir ævintýramenn, með ástríðu fyrir göngum, veiði, golfi og skíðamennsku, stukku þeir á hvert tækifæri til að komast út í íslensku náttúruna. ZO•ON var þeirra svar við öfgafullu loftslagi sem gerði sitt besta til að draga úr þeim móðinn – blindandi sólskin, ærandi haglél, vindar inn af Atlantshafi og lárétt rigning. Það var einfaldlega enginn útivistarklæðnaður fær um að takast á við þetta allt. Á sama tíma er Reykjadalur einungis litlar 30 mínútur frá Reykjavík. Þetta varð kveikjan að borgarútivistarfatnaði ZO•ON, þar sem notagildið vegur þungt og útlitið á að virka í borginni. Þegar Martti – skíðamaður á heimsmælikvarða – tók að sér hönnunina og Jón hóf leit að birgjum og framleiðendum, hófst ZO•ON-ævintýrið.

BORGAR-ÚTIVISTARÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM
Í dag teygir ævintýrið sig um allan heim og næsta kynslóð hefur bæst í hópinn. Halldór Örn Jónsson (sonur Jóns Erlendssonar) er sjálfur mikill útivistarmaður og pakkar reglulega niður í bakpoka fyrir fjallaferðir eða vikuleg böð í heitum laugum. Hann hefur verið við stjórnvölinn hjá ZO•ON síðan 2013 og hefur yfirumsjón með flóknu hönnunarferlinu að baki hverri ZO•ON-línu. Flíkurnar eru prófaðar í bak og fyrir í ýmsum skilyrðum. Þær verða að standast lokaprófið; að sjá til þess að ZO•ON-teyminu sé hlýtt í þurrum og þægilegum búnaði þegar þau hefja leit að ævintýrum.

TÆKNILEG EFNI HÖNNUÐ TIL AÐ VINNA SAMAN
Hver ZO•ON-flík gegnir sínu eigin einstaka hlutverki og vinnur vel með öðrum vörum. Það er jafn mikilvægt að flíkin geti tekist á við erfiðustu skilyrði og að hún líti vel út í borginni. Sérstaða ZO•ON byggir á tæknilegum efnum okkar. Þau eru öll hönnuð til þess að vinna saman í einstökum flíkum, sniðnum fyrir bæði íslenska útivist og borgarumhverfið. Þessi fjölhæfu efni eru m.a.

DIAMONDIUM – vatnshelt efni sem hentar í ysta lag og andar vel
WINDZHIELD – vindhelt, teygjanlegt softshell-efni fyrir ytri lög
SUPERSTRETZ – teygjanlegt, einangrandi efni í millilög
DRYZO – þægilegt, fljótþornandi efni í innstu lög sem heldur raka frá húð

ZO•ON ÞÝÐIR FRELSI
Við Íslendingar búum í nánu samneyti við kraftmikla náttúru landsins. Við horfum til heiðskírasta himins í veröldinni – yfir Atlantshafið og í átt til snæviþakinna fjallanna. Þetta umhverfi hefur mótað óbugandi lundarfar Íslendinga – við leitum alltaf að næstu áskorun. Við vitum að viljinn til velgengni er nokkuð sem við deilum með öllu ævintýragjörnu útivistarfólki. Staðfestan í því að koma sér af stað, reyna á sig, mæta mótstöðu og reyna aftur. Við hjá ZO•ON vitum hvað þrautseigja þýðir, því við þurfum að beita henni á hverjum degi. Efnin okkar eru sérútbúin til að takast á við alvöru áskoranir. Við erum í stöðugri leit að frelsistilfinningunni sem fæst með því að stunda útivist. Frelsi sem ekkert jafnast á við.

SAMRUNI BORGAR OG NÁTTÚRU
Markmið ZO•ON er að fólk geti ferðast óhindrað á milli borgarinnar og náttúrunnar. Sjálfbært borgarumhverfi er bráðnauðsynlegt í alþjóðavæddum heimi dagsins í dag. Hrífandi menning Reykjavíkur er stór hluti af því hver við erum og við hvetjum alla til að kanna og enduruppgötva borgina sína. Þær breytast frá ári til árs og ævintýrin eru á hverju strái. ZO•ON trúir líka á jafnvægi. Þegar erillinn í borginni verður okkur ofviða, sjáum við gildið í endurnærandi upplifun í náttúrunni. Í dag sér tæknin til þess að allir geti átt betri og eftirminnilegri reynslu af borgarútivist. Við munum halda áfram að leggja okkar af mörkum við að breiða út boðskapinn. Fötin okkar hvetja fólk til að drífa sig út og ferðast óhindrað á milli borgar og náttúru – hvernig sem viðrar.