Skip to content

VÖRUKARFAN MÍN

0 Atriði
×

ZO ∙ ON / HOME /

VÖRUKARFAN ÞÍN

Vörukarfan þín er tóm.

SAMTALS

0 ISK

Afsláttarkóðar og flutningskostnaður reiknast síðar í ferlinu.

Hreinsa Körfu

ALGENGAR SPURNINGAR

VÖRUMERKIÐ

Við heitum ekki ZO∙ON að ástæðulausu. Þetta er ekki bara nafn, heldur orðatiltæki. ZO∙ON [so on] eða „tilbúin í allt“. Merking • Ævintýri sem tekur aldrei enda • Að halda ótrauð áfram, kanna ókunnar slóðir og prófa nýja hluti
ZO∙ON er borgar-útivistarmerki fyrir ævintýragjarna. Við hönnum föt sem hvetja fólk til að drífa sig út og ferðast óhindrað milli borgarinnar og náttúrunnar – hvernig sem viðrar.
Vörumerkið ZO∙ON var stofnað árið 1994. Í upphafi hét það OZON Layer en nafninu var breytt árið 2000.

PANTANIR

Þú getur séð nánar undir 'Sendingar' neðst á síðunni þau lönd sem við sendum til.
Við sendum pöntunina frítt til þín ef þú verslar fyrir kr. 10.000 eða meira. Fyrir pantanir undir kr. 10.000 að þá bendum við þér á að skoða verðskránna okkar undir ´Sendingar' hér á síðunni.
Já, pantanir geta verið sendar á annað heimilisfang en það sem skráð er fyrir greiðslu. Þegar þú hefur sent inn heimilisfang greiðanda á greiðslusíðunni, þá getur þú sett inn annað heimilisfang fyrir sendinguna.
Pöntunin þín verður póstlögð á virkum degi. Ef þú pantar á íslenskum frídegi verður unnið úr henni á næsta virka degi. Það getur tekið pöntunina allt að 3 dögum að berast heim til þín.
Ef þú býrð á Íslandi getur þú valið um að fá sent með Póstinum á næsta pósthús eða með TVG Express á valda afhendingarstaði eða í heimkeyrslu. Þú færð upplýsingar um hvert þú getur sótt pakkann í tölvupósti eða textaskilaboðum. Pöntunin þín verður send með DHL ef þú býrð utan Íslands. Það verður haft samband við þig með tölvupósti og/eða textaskilaboðum um afhendingartíma. Ef þú ert ekki heima þegar pakkinn kemur, mun DHL senda þér upplýsingar um næstu skref.
Um leið og pöntunin hefur verið tekin saman sendum við þér tölvupóst með sendingarnúmerinu. Fylgdu linknum í póstinum til að fylgjast með hvar sendingin þín er. Vinsamlegast hafðu samband við þjónustuverið okkar ef þú hefur ekki fengið tölvupóst með sendingarnúmerinu sólarhing eftir að þú kláraðir pöntunina.
Þegar pöntun hefur verið lögð inn, er unnið úr henni strax svo þú fáir pakkann eins fljótt og auðið er. Þess vegna er oft ekki mögulegt að hætta við pöntun. Heyrðu samt í okkur í síma 557-1050 og við skulum athuga hvað við getum gert.

SKIPTA & SKILA

Öll skil verða að vera skráð á netinu áður en þau eru send til baka. Þú finnur skráningarferlið undir flipanum ´Skrá vöruskil´ neðst á síðunni. Til að skrá vöruskilin þarftu pöntunarnúmerið og netfangið sem þú notaðir þegar þú pantaðir. Þú finnur pöntunarnúmerið í staðfestingarpóstinum sem við sendum þér þegar þú pantaðir. Vinsamlegast veldu vörurnar sem þú vilt skila og segðu okkur ástæðuna fyrir skilum. Þegar þú hefur lokið skilaferlinu að þá kemur þú með vöruna til okkar í Urðarhvarf 4. Ef þú býrð úti á landi og fékkst pöntunina senda með Póstinum að þá límir þú Endursendingar miðann sem fylgdi með pöntuninni utan á pakkann og skilar honum á næsta Pósthúas.
Markmið okkar er að endurgreiða þér eins fljótt og auðið er. Við endurgreiðum venjulega innan 3 daga frá því að við fáum pakkann þinn í hendurnar eða staðfestingu á póstlagningu. Við sendum við þér tölvupóst til að láta þig vita að endurgreiðslan sé á leiðinni. Eftir að þú hefur fengið tölvupóstinn, gefðu greiðslunni vinsamlegast 5-10 virka daga til að birtast á reikningnum þínum. Það fer eftir bankanum eða kortaútgefandanum þínum hversu langan tíma þetta tekur og er því miður utan okkar lögsögu. Venjulega færðu endurgreitt á sama hátt og þú greiddir upprunalega fyrir vöruna. Ef það er ekki mögulegt, munum við strax hafa samband við þig til að finna aðra endurgreiðsluleið. Ef þú hefur ekki fengið endurgreitt innan tiltekins tíma, hafðu samband við þjónustuverið.
Við mælum alltaf með því að þú endurnýtir pakkningarnar frá okkur þar sem það er bæði hentugra og betra fyrir umhverfið. Þér er frjálst að nota annað ef þú hefur týnt pakkningunum. Gakktu úr skugga um að vörunni sé pakkað á öruggan hátt.

GREIÐSLA

Við tökum við Visa, MasterCard, American Express, debetkortum með Visa eða MasterCard merki og PayPal-greiðslum (við tökum eingöngu við PayPal-greiðslum á pöntunum sem gerðar eru í Evrum). Einnig er hægt að greiða með Netgíró á heimasíðunni og í verslunum okkar.
Til þess að vernda upplýsingarnar þínar, notar zo-on.is eitt af öruggustu pöntunarkerfunum á markaðnum. Við uppfærum og endurskoðum kerfið okkar stöðugt til þess að geta ávallt boðið upp á mesta mögulega öryggi. Við notum „Security Socket Layer“ (SSL), eitt öruggasta fáanlega kerfið til þess að panta á netinu. Það kóðar allar viðkvæmar persónuupplýsingar, á borð við nafn, heimilisfang og kreditkortaupplýsingar. Upplýsingarnar þínar eru kóðaðar um leið og þú slærð þær inn og verða ekki vistaðar á opnum tölvuþjóni. Það þýðir að þau gögn sem flytjast á milli þín og vefsíðunnar okkar geta ekki verið lesin, fái einhver utanaðkomandi þær í hendurnar. SSL-tæknin staðfestir við vafrann þinn að upplýsingarnar þínar verði sendar á réttan og öruggan vefþjón. Öll gögn eru kóðuð svo að einungis trausti tölvuþjónninn geti lesið þær. Kerfið gætir þess einnig að gögnunum hafi ekki verið breytt á leiðinni.

VÖRUR

Þú getur fundið allar upplýsingar um meðhöndlun á vörum á þvottamiðanum sem er innan í öllum vörum. Ef þú ert ekki viss um hvernig skal þvo og meðhöndla vörurnar þínar, hafðu þá samband við þjónustuverið og við hjálpum þér.
Til að halda hámarksgæðum notum við aðeins bestu framleiðendur sem völ er á. Allar vörur sem framleiddar eru úr tæknilegum efnum eru framleiddar í Kína og Víetnam meðan bómullarvörur eru framleiddar á Indlandi.
Við hönnum vörur sem endast tímans tönn gerðar úr bestu mögulegu efnum. Framleiðendur okkar eru valdir af kostgæfni og þurfa að uppfylla strangar kröfur. Við hjá ZO∙ON rekum skrifstofu í Kína sem hefur yfirumsjón með gæðaeftirliti. Vörurnar okkar þurfa að geta virkað við erfiðar aðstæður og því skipta gæðin okkur miklu máli. Okkar skoðun er sú að þú ættir að kaupa færri gæða vörur sem hafa drjúgt notagildi. Þannig dregur þú úr áhrifum á umhverfið.
Okkur þykir leitt að þú fékkst gallaða vöru frá okkur. Þegar við sendum vörurnar til þín gerum við okkar besta til að tryggja að þær séu í fullkomnu ástandi. Ef þú hefur keypt vöruna í gegnum vefsíðu okkar síðustu 30 daga geturðu skráð sendinguna þína á netinu sem vöruskil með því að nota pöntunarnúmerið og tölvupóstfangið sem nýttir við vörukaupin. Athugið að vörur sem eru skemmdar vegna slits teljast ekki gallaðar. Ef meira en 30 dagar eru liðnir, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver okkar. Ef þú hefur keypt í verslun okkar eða á annan hátt, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver okkar.

SJÁLFBÆRNI

Já, við notum mikið af endurunnum efnum í vörum okkar. Þú getur séð það undir hverri vöru hvort hún er framleidd úr endurunnu efni.
Allur dúnn sem við notum í okkar vörum kemur frá RDS vottuðum framleiðendum.
Við notum eingöngu hágæða gerviloðfeld í okkar vörum.
Já, allar okkar vörur eru algjörlega lausar við PFC efni.

FYLGDU OKKUR Á INSTAGRAM

@ zooniceland