Persónuvernd (GDPR)
BÝR ZO•ON YFIR PERSÓNUUPPLÝSINGUM UM MIG?
Við söfnum persónuupplýsingum frá þér sem þú gefur okkur beint upp og í gegnum notkun þína á heimasíðu ZO•ON. Þessar upplýsingar geta falið í sér:
- Upplýsingar um viðskipti ef þú kaupir eitthvað á heimasíðu okkar (t.d. skrá yfir kaupin, upplýsingar um kreditkort / debetkort og afhendingarupplýsingar).
- Skrár yfir samskipti þín við okkur (t.d. ef þú hefur samband við þjónustuteymi okkar eða ert í samskiptum við okkur á samfélagsmiðlum).
- Upplýsingar sem þú gefur okkur þegar þú tekur þátt í leikjum eða könnunum frá okkur.
- Upplýsingar sem sjálfkrafa er safnað með því að nota vefkökur (cookies) og aðra tækni til að rekja ferðir þínar um síðuna (t.d. hvaða síður þú skoðar og hvort þú smellir á tengil í tölvupósti frá okkur) í þeim tilgangi að gera upplifun þína sem besta. Við gætum einnig safnað upplýsingum um tækið sem þú notar þegar þú heimsækir heimasíðu okkar. Til dæmis gætum við notað tungumálið sem valið er á tækinu til að ákveða hvaða tungumálaútgáfu af zo-on.is hentar best.
- Aðrar upplýsingar sem nauðsynlegt er að veita okkur til að þjónusta þig á sem bestan hátt. Til dæmis gætum við fengið aðgang að staðsetningu þinni ef þú gefur okkur samþykki þitt.
Þegar þú skráir þig á póstlista okkar þá samþykkir þú að ZO•ON megi senda þér tölvupóst í markaðslegum tilgangi.
HVERNIG NÝTUM VIÐ PERSÓNUUPPLÝSINGAR UM ÞIG Í MARKAÐSLEGUM TILGANGI?
Við gætum notað persónuupplýsingar um þig til að senda þér skilaboð með tölvupósti. Sum þessara skilaboða kunna að vera sniðin að þér út frá prófíl þínum, uppflettingum þínum á heimasíðu okkar eða kaupum og öðrum upplýsingum sem við höfum um þig.
Ef þú vilt ekki lengur fá send skilaboð frá okkur getur þú breytt stillingum þínum hvenær sem er með því að hafa samband við okkur eða með því að „afskrá“ þig af póstlista okkar. Þú finnur „afskrá“ hnappinn neðst í þeim tölvupóstum sem við sendum þér.
Þegar þú hefur sagt upp áskriftinni gætir þú haldið áfram að fá tölvupóst frá okkur í nokkra daga meðan við vinnum úr beiðni þinni.
HVERNIG VERNDUM VIÐ UPPLÝSINGARNAR?
Öryggi persónuupplýsinga þinna skiptir okkur miklu máli.Við erum með tæknilegar ráðstafanir til þess að vernda persónuupplýsingarnar þínar. Upplýsingarnar eru vistaðar á öruggum netþjónum og eru þær eingöngu skoðaðar þegar nauðsyn krefur. Takmarkaður fjöldi fólks hefur sérstakan aðgang að slíkum kerfum og er þess krafist að þau haldi fullum trúnaði. Allar upplýsingar um kredit og debetkort sem þú sendir fara í gegnum svo kallaða SSL-tækni og eru síðan dulkóðuð í gagnagrunni okkar.
Þó að við höfum gert okkar besta við að tryggja öryggi persónuupplýsinga þinna skaltu vera meðvituð/aður um að við getum ekki ábyrgst öryggi upplýsinga sem sendar eru í gegnum internetið.
HVER ER RÉTTUR MINN ÞEGAR KEMUR AÐ PERSÓNUUPPLÝSINGUM?
Þú hefur ákveðinn rétt þegar kemur að persónuupplýsingum um þig. Þú hefur rétt á því að fá aðgang að upplýsingum um þig, leiðréttingu á þeim og óska eftir því að þeim verði eytt. Þú hefur einnig rétt á að fá allar persónuupplýsingar sem við höfum um þig á tölvulesanlegu formi.
Þú getur einnig farið fram á það að persónuupplýsingar um þig verði ekki nýttar í ákveðnum tilgangi, svo sem að fá sendan tölvupóst frá okkur.
Við munum fara eftir öllum beiðnum sem við fáum og munum vinna þær í samræmi við gildandi lög. Vinsamlega athugið að það eru ákveðnar takmarkanir á þessum rétti og að það kunna að koma upp aðstæður þar sem ekki er hægt að fara eftir beiðni þinni. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur sem snúa að persónuupplýsingum um þig, hafðu þá samband við okkur í gegnum netfangið gdpr@zo-on.com.
GET ÉG FENGIÐ AÐ VITA HVAÐA UPPLÝSINGAR ÞIÐ HAFIÐ UM MIG?
Sendu okkur póst á gdpr@zo-on.com ef þú vilt fá upplýsingar frá okkur um hvaða persónuupplýsingar við höfum um þig.