Skipta vöru eða skila
Við bjóðum upp á 30 daga ókeypis skil ef þú býrð á Íslandi. Fyrir vöruskil utan Íslands kostar kr. 10.000 að skila eða skipta vöru. Öll skil verða að vera skráð á netinu áður en þau eru send aftur til okkar. Vinsamlegast athugið að allar vörur verða að vera í ónotuðu ástandi með upprunalegum merkjum. Fyrir frekari upplýsingar eða aðstoð, hafðu samband við þjónustuver okkar. Sjá hér að neðan fyrir algengar spurningar um skil.
Þú getur skráð þína endursendingu hér
HVERNIG SKILA ÉG VÖRU?
Öll skil verða að vera skráð á netinu áður en þau eru send til baka. Þú finnur skráningarferlið undir flipanum ´Skrá endursendingu´ neðst á síðunni. Til að skrá vöruskilin þarftu pöntunarnúmerið og netfangið sem þú notaðir þegar þú pantaðir. Þú finnur pöntunarnúmerið í staðfestingarpóstinum sem við sendum þér þegar þú pantaðir. Vinsamlegast veldu vörurnar sem þú vilt skila og segðu okkur ástæðuna fyrir skilum. Þegar þú hefur lokið skilaferlinu að þá kemur þú með vöruna til okkar í Urðarhvarf 4. Ef þú býrð úti á landi og fékkst pöntunina senda með Póstinum að þá límir þú Endursendingar miðann sem fylgdi með pöntuninni utan á pakkann og skilar honum á næsta Pósthús.
ÞARF ÉG AÐ SKILA ÖLLUM VÖRUNUM SEM ÉG PANTAÐI?
Nei, í skila ferlinu getur þú valið hvaða vörum þú ætlar að skila.
HVERNIG SKIPTI ÉG UM STÆRÐ EÐA LIT?
- Vinsamlegast byrjaðu á að skrá inn pöntunarnúmerið og tölvupóstfangið þitt í Skrá skil á síðunni.
- Í ferlinu getur þú valið um að fá nýja stærð eða lit ef við eigum það til á lager.
- Ef við eigum ekki nýja litinn eða stærðina á lager getur þú valið að skila vörunni í staðinn.
Hafðu samband við þjónustuverið ef þú hefur einhverjar spurningar.
VARAN MÍN ER GÖLLUÐ. HVAÐ GET ÉG GERT?
Okkur þykir leitt að þú fékkst gallaða vöru frá okkur. Þegar við sendum vörurnar til þín gerum við okkar besta til að tryggja að þær séu í fullkomnu ástandi. Ef þú hefur keypt vöruna í gegnum vefsíðu okkar síðustu 30 daga geturðu skráð sendinguna þína á netinu sem vöruskil með því að nota pöntunarnúmerið og tölvupóstfangið sem nýttir við vörukaupin. Athugið að vörur sem eru skemmdar vegna slits teljast ekki gallaðar. Ef meira en 30 dagar eru liðnir, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver okkar. Ef þú hefur keypt í verslun okkar eða á annan hátt, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver okkar.
HVERSU LENGI TEKUR ÞAÐ ENDURGREIÐSLUNA AÐ BERAST VIÐ SKIL?
Markmið okkar er að endurgreiða þér eins fljótt og auðið er. Við endurgreiðum venjulega innan 3 daga frá því að við fáum pakkann þinn í hendurnar eða staðfestingu á póstlagningu. Við sendum við þér tölvupóst til að láta þig vita að endurgreiðslan sé á leiðinni. Eftir að þú hefur fengið tölvupóstinn, gefðu greiðslunni vinsamlegast 5-10 virka daga til að birtast á reikningnum þínum. Það fer eftir bankanum eða kortaútgefandanum þínum hversu langan tíma þetta tekur og er því miður utan okkar lögsögu. Venjulega færðu endurgreitt á sama hátt og þú greiddir upprunalega fyrir vöruna. Ef það er ekki mögulegt, munum við strax hafa samband við þig til að finna aðra endurgreiðsluleið. Ef þú hefur ekki fengið endurgreitt innan tiltekins tíma, hafðu samband við þjónustuverið.