ZO•ON Fólkið
WE WALK THE ROAD LESS TRAVELED
ZO•ON-einstaklingar vita hver þau eru. Þau eru ákveðin og drífandi. Þau kanna, upplifa og finna. Þau þrífast vel í borginni og eru tilbúin í hvað sem er – hvert andartak, hvern fund, dimm kvöld og bjarta morgna. Þau þrá ævintýri, kristaltæra augnablikið þegar þau drepa niður fæti í náttúrunni – líflegt landslagið, ólgandi vatnið, útsýnið af toppnum. Þau eru samkvæm sjálfum sér og stjórna ferðinni. Þau stjórnast ekki af tíma, aðstæðum eða fólki – þau eru frjáls, þau eru öðruvísi. Notagildi skiptir ZO•ON-fólkið mestu máli. Flott hönnun hentar öllum – enda er aldur afstæður. Fötin þeirra gefa þeim færi á að hreyfa sig, að brosa – að vera. Hvort heldur í hellidembu eða í skínandi sól, í borginni eða náttúrunni, grípa þau augnablikið, þau eru reiðubúin fyrir ævintýri og fylgja eigin köllun.
GET OUT THERE – WHATEVER THE WEATHER.
HVER ERUM VIÐ?
Halldór Örn Jónsson | Forstjóri | halldor@zo-on.com